Góður framgangur stafrænna verkefna
Innviðaráðuneytið og stofnanir þess hafa markvisst unnið að stafrænni framþróun í samræmi við stefnu stjórnvalda um stafræna þjónustu hins opinbera. Markmiðið er að almenningur og fyrirtæki hafi jafnt aðgengi að framúrskarandi opinberri þjónustu og geti nýtt möguleika stafrænnar þjónustu og innviði hins opinbera til aukinnar nýsköpunar, verðmætasköpunar og lýðræðislegrar þátttöku.
Ýmsir áfangar náðust á árinu 2023. Má þar meðal annars nefna fyrsta áfanga stafræns ökunámsferlis, rafræn eigendaskipti bifreiða, stafrænt aðgengi að aðalskipulagi, nýja skipaskrá og ábendingagátt Vegagerðarinnar.
Í ár verður meðal annars unnið að öðrum áfanga stafræns ökunámsferlis, stafrænni umsýslu vegabréfa, staðfangaskrá og upplýsingagátt um skipulag haf- og strandsvæða.