Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Farsæld fyrir ættleidd börn

Elísabet Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning - mynd

Börn sem ættleidd eru til Íslands eru á ólíkum aldri við komu til landsins, með ólíkan bakgrunn og ólíkar þjónustuþarfir. Því hefur mennta- og barnamálaráðuneytið gert samning við Íslenska ættleiðingu um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands. Samningurinn miðar að því að tryggja eftir þörfum að ættleidd börn fái samþætta þjónustu á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi þvert á kerfi og án hindrana. Þau ná til allra barna, þ.m.t. ættleiddra barna. Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá stjórnvöldum til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Samstarfið við félagið gerir stjórnvöldum kleift að ná til þessa hóps og þróa verklag með þarfir hans í huga við innleiðingu laganna.

Samningurinn er gerður til tveggja ára og nemur þremur milljónum króna. Við lok samningstíma skal meta framvindu og ávinning verkefnisins.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta