Hvað er að frétta? - Aukið framboð íslenskunáms fyrir fjölbreytta hópa
Fjarnám í íslensku á BA-stigi
Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs. Um er að ræða samstarf milli Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri, en sameiginlega munu skólarnir bjóða fjarnám með það að markmiði að fjölga BA-nemum í íslensku. Fyrstu námskeið voru kennd haustið 2023 en áætlað er að námsbrautin verði að fullu starfandi frá og með haustinu 2024.Sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli
Með sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli gefst innflytjendum tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli. Námið er þróað í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða og er sniðið að nemendum sem hafa ekki grunn í íslensku. Staðlotur standa nemendum til boða og fara þær fram í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Kennsla á hluta námsleiðar hófst haustið 2023.Háskólabrú fyrir innflytjendur
Aðgengi að almennu háskólanámi fyrir innflytjendur á Íslandi verður bætt með þróun nýrrar námsleiðar fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Markmiðið með háskólabrúnni er að auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu hér á landi, auka aðgengi þeirra að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu. Að verkefninu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Kennsla hefst haustið 2024 og hefur námsleiðin verið metin og samþykkt út frá gæðaviðmiðum háskóla um nýjar námsleiðir.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi.