Auglýst eftir umsóknum um sérstaka styrki til óperuverkefna
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um sérstaka styrki til óperuverkefna 2024/25. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2024 kl. 15:00.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið vinnur nú að því að efla umgjörð óperustarfsemi á Íslandi samhliða stofnun nýrrar Þjóðaróperu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur því veitt viðbótarfjármagni í Sviðslistasjóð, sérstaklega ætluðu til óperuverkefna, til að styrkja og styðja við grasrótar- og önnur sjálfstæð verkefni. Um er að ræða 45 milljóna kr. framlag líkt og tilkynnt var á síðasta ári.
Rannís sér um umsýslu sjóðsins og Sviðslistaráð um mat umsókna. Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram í mars árið 2024. Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi þess, feril listamanna og rökstudda fjárhags- og tímaáætlun.
Hafi umsækjandi hlotið styrk úr Sviðslistasjóði áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað vegna fyrri verkefna.
Á vefsíðu Sviðslistasjóðs eru umsóknarform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrsluskil.
Vefsíða Sviðslistasjóðs
Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2024 kl. 15:00.
Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.
Fyrirspurnir skal senda á [email protected] eða hringja í síma 515 5839.
Sjá einnig: