Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja fundaði með Félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu

Frá fundi ráðherra og FHG á síðasta ári. - mynd
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, átti fund í gær með Félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG) þar sem farið var yfir nokkur mál sem eru helst á döfinni í ferðaþjónustu.

Á fundinum var meðal annars farið yfir stöðu mála í vinnu stjórnvalda við gerð ferðamálastefnu og aðgerðaráætlunar til 2030, samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, rekstrarumhverfi hótela og gistiheimila, arðsemi í hótelrekstri, skattspor ferðaþjónustunnar, skattlagningu innan greinarinnar, skammtímaleigu, stöðu á húsnæðismarkaði og fleira.

Ráðherrann greindi fundargestum m.a. frá aðgerðum sem eru til vinnslu og skoðunar varðandi kröfur til rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi og skammtímaleigu, í tengslum við stöðu mála á framboðshlið íbúðarhúsnæðis í landinu.

FHG var stofnað árið 2018 og er félagið mikilvægur sameiginlegur vettvangur þeirra sem standa að hótel- og gistiþjónustu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni greinarinnar með það að markmiði að skapa henni heilbrigðar rekstrarforsendur í því samkeppnisumhverfi sem gistiþjónusta býr við, innanlands sem utan.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta