Lilja fundaði með Félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu
Á fundinum var meðal annars farið yfir stöðu mála í vinnu stjórnvalda við gerð ferðamálastefnu og aðgerðaráætlunar til 2030, samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, rekstrarumhverfi hótela og gistiheimila, arðsemi í hótelrekstri, skattspor ferðaþjónustunnar, skattlagningu innan greinarinnar, skammtímaleigu, stöðu á húsnæðismarkaði og fleira.
Ráðherrann greindi fundargestum m.a. frá aðgerðum sem eru til vinnslu og skoðunar varðandi kröfur til rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi og skammtímaleigu, í tengslum við stöðu mála á framboðshlið íbúðarhúsnæðis í landinu.
FHG var stofnað árið 2018 og er félagið mikilvægur sameiginlegur vettvangur þeirra sem standa að hótel- og gistiþjónustu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni greinarinnar með það að markmiði að skapa henni heilbrigðar rekstrarforsendur í því samkeppnisumhverfi sem gistiþjónusta býr við, innanlands sem utan.