Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2024 Matvælaráðuneytið

Drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt sett í samráð

Katrín Jakobsdóttir, sem gegnir embætti matvælaráðherra um þessar mundir, hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt.

Stuðningnum er ætlað að efla uppbyggingu innviða í kornrækt og auka hagkvæmni í söfnun og vinnslu korns. Veittur verður stuðningur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði. Slíkur stuðningur hefur ekki áður verið í boði af hendi stjórnvalda.
Í ár hefst fimm ára átak til eflingar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis. Fyrir liggur aðgerðaáætlun sem unnin var af starfshópi á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands en verkefnið er nefnt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í aðgerðaáætluninni eru settar fram 25 tillögur um kynbætur, stuðning, kornsamlög, búskaparhætti, tryggingar og varnir gegn fuglum.

Í reglugerðardrögunum er kveðið á um fyrirkomulag fjárfestingastuðnings í kornrækt á árinu 2024 og byggir á áðurnefndri aðgerðaráætlun. Opið er fyrir umsagnir í samráðsgátt til 13. febrúar 2024. Matvælaráðuneytið mun auglýsa eftir umsóknum þegar reglugerðin hefur verið sett.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta