Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Breytingar á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga samþykktar


Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga. Frumvarpið var áður lagt fram á 153. löggjafarþingi og endurflutt á yfirstandi þingi.

Breytingarnar á lögum um endurskoðendur og endurskoðun lúta að endurskoðendaráði, sem skal bera ábyrgð á eftirfylgni með frammistöðu endurskoðunarnefnda í samræmi við reglugerð ESB. Auk þess er lagt til að kveðið verði á um það í lögunum að endurskoðendaráð sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd og að endurskoðendaráð hafi heimild til að ráða sér starfsmann til að geta sinnt skyldum sínum. Þá er að finna ákvæði er lúta að því að skýra betur stöðu siðareglna endurskoðenda og hvaða siðareglum endurskoðendum ber að fylgja.

Samkvæmt frumvarpinu eru breytingarnar á lögum um ársreikninga tvíþættar. Í fyrsta lagi lúta þær að því að innleiða ákvæði um endurskoðunarnefndir en þar er að finna nánari ákvæði um tilnefningu nefndarmanna, hlutverk þeirra, undanþágu dótturfélags að vera með endurskoðunarnefnd eigi móðurfélag 100% hlutafé dótturfélagsins, og eftirlitsskyldu endurskoðunarráðs með frammistöðu endurskoðunarnefnda. Í öðru lagi eru í frumvarpinu lagðar til breytingar til einföldunar á stjórnsýsluframkvæmd mála þar sem lagðar hafa verið á stjórnvaldssektir vegna seinna skila ársreiknings eða samstæðureiknings félags. Nauðsynlegt þykir að ársreikningaskrá geti tekið tillit til óvæntra eða sérstakra atvika eða aðstæðna sem kunna að koma upp í tengslum við álagningu stjórnvaldssekta.

Ferill málsins á vef Alþingis 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta