Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Öruggt umhverfi fyrir hinsegin börn í skólum, íþróttum og frístundum

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, undirrita styrktarsamning - mynd

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Samtökin '78 um stuðning við fræðslu- og ráðgjöf samtakanna. Ætlunin er að stuðla að öruggu umhverfi fyrir hinsegin börn og ungmenni í grunn- og framhaldsskólum og í íþrótta- og frístundastarfi.

Markmiðið er að þróað verði vandað kennsluefni og námskeið sem beinist sérstaklega að fagaðilum í skólastarfi. Unnið verði að því að allt fræðsluefni verði aðgengilegt á netinu og sett fram á skýran og einfaldan máta. Komið verður upp tengiliðaneti í grunn- og framhaldsskólum landsins um hinseginleikann og veitt fræðsla og ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum um hinsegin málefni. Þá munu samtökin sinna þróunarstarfi á landsbyggðinni.

Stuðningurinn nemur 25 m.kr. til loka þessa árs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta