Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Stjórnvöld styðja við umsókn um að halda HM í handbolta á Íslandi

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, ásamt Guðmundi B. Ólafssyni formanni HSÍ við undirritun yfirlýsingar í dag - mynd

Stjórnvöld lýsa yfir stuðningi sínum við umsókn um að halda heimsmeistaramótið í handbolta árið 2029 eða 2031 á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Leikir á Íslandi færu fram í nýrri þjóðarhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu yfirlýsingu þess efnis fyrir hönd stjórnvalda í Stjórnarráðshúsinu í dag.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið í samstarfi við handknattleikssambönd Danmerkur og Noregs að sækjast eftir því að heimsmeistaramót karla í handknattleik 2029 eða 2031 fari fram í löndunum þremur. Með yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF) lýsa þau yfir stuðningi við verkefnið og að nýtt íþróttamannvirki fyrir viðburðinn verði risið fyrir 2029.

Ný þjóðarhöll í innanhússíþróttum í Laugardalnum er forsenda þess að geta haldið alþjóðlega keppnisviðburði á borð við heimsmeistaramótið í handbolta á Íslandi. Ísland hefur einu sinni haldið heimsmeistaramót í handknattleik árið 1995 með góðum árangri. Kröfur til alþjóðakeppni eru aðrar og meiri nú en þá og tekur hönnun nýrrar þjóðarhallar mið af því.

Stjórnvöld munu leggja 3 milljónir króna til Handknattleikssambands Íslands vegna umsóknarinnar. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta