Ráðstefna: Fjárfesting í bókum - Skiptir hún máli?
Í dag kl.15 heldur menningar- og viðskiptaráðuneytið ráðstefnu um stöðu bókarinnar á Íslandi í Veröld – Húsi Vigdísar.
Á ráðstefnunni verður farið yfir þau áhrif sem setning laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, nr. 130/2018, hefur haft á bókamarkaðinn. Lögin tóku gildi í ársbyrjun 2019 og nú er komin allnokkur reynsla af þeim.
Á ráðstefnunni mun Deloitte gera grein fyrir niðurstöðum úttektar á endurgreiðslukerfinu sem fyrirtækið vann fyrir ráðuneytið. Einnig verða innlegg um hvaða áhrif fyrirkomulagið hefur haft á bókamarkaðinn og um alþjóðlegar breytingar á bókamarkaðnum. Pallborð um stöðu bókarinnar og bókamarkaðarins verður í lok dagskrár.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan. Ráðstefnan er öllum opin en mælst er til þess að þátttaka sé skráð á meðfylgjandi slóð.