Opið samráð um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hjá fyrirtækjum sem nota ökutæki í rekstri sínum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hjá fyrirtækjum sem nota ökutæki, bæði fólksbíla og þyngri ökutæki, í rekstri sínum og/eða leigja þau út.
Samráðið er um aðgerð sem fellur að áætlun Evrópusambandsins í loftslagsmálum, e. European Green Deal og stefnumörkun sambandsins um snjallan hreyfanleika, e. Smart Mobility Strategy, með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90% fyrir árið 2050 samanborið við losunina árið 1990.
Fólksbílar og þyngri ökutæki eru mikið notuð í atvinnnurekstri innan sambandsins og þeim skipt hratt út. Því er talið ákjósanlegt að flýta fyrir orkuskiptum innan ESB með umræddum aðgerðum.
Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 30. apríl 2024.