Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2024 Utanríkisráðuneytið

Vinna hafin við að greiða för dvalarleyfishafa á Gaza til Íslands

Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins héldu til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, um síðastliðna helgi. Ferðin er liður í undirbúningi aðgerða utanríkisráðuneytisins til aðstoðar við fólk á Gaza með dvalarleyfi á Íslandi. Fulltrúar ráðuneytisins eiga í nánu samstarfi við norræn sendiráð og stjórnvöld á staðnum.  

Vonast er til að með aðgerðunum takist að greiða fyrir för dvalarleyfishafa, sem eru á lista sem íslensk stjórnvöld hafa sent til egypskra og ísraelskra stjórnvalda, yfir landamærin. Árangurinn er háður samþykki erlendra stjórnvalda og ástandinu við landamærin. Sú staðreynd að íslensk stjórnvöld halda ekki úti sendiskrifstofu á svæðinu gerir verkefnið einnig umfangsmeira en ella. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta