Vinna hafin við að greiða för dvalarleyfishafa á Gaza til Íslands
Vonast er til að með aðgerðunum takist að greiða fyrir för dvalarleyfishafa, sem eru á lista sem íslensk stjórnvöld hafa sent til egypskra og ísraelskra stjórnvalda, yfir landamærin. Árangurinn er háður samþykki erlendra stjórnvalda og ástandinu við landamærin. Sú staðreynd að íslensk stjórnvöld halda ekki úti sendiskrifstofu á svæðinu gerir verkefnið einnig umfangsmeira en ella.