Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Málþing um velferð barna í stafrænum heimi

Málþing um velferð barna í stafrænum heimi verður haldið í stóra fyrirlestrarsalnum í Grósku á morgun, fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 10:30-13:30.

Málþingið er hluti af sérstakri fræðsluviku sem tileinkuð er upplýsinga- og miðlalæsi sem er nú haldin í annað sinn á Íslandi vikuna 12.-16. febrúar. Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) stendur að vikunni með styrk frá Fjölmiðlanefnd.

Hinir ýmsu sérfræðingar í málefnum barna stíga á svið á þessu málþingi og miðla þekkingu sinni ásamt því að kynna niðurstöður úr nýlegum rannsóknum og spennandi verkefni sem fram undan eru.

Þá mun málþinginu ljúka með pallborðsumræðum þar sem framsækin ungmenni úr ólíkum áttum fá að eiga sviðið, svara spurningum úr sal og ræða miðlalæsi út frá ýmsum hliðum. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari.

Dagskrá málþingsins má finna á vef fjölmiðlanefndar en athugið að þar sem takmarkað sætaframboð er í boði í salnum er mikilvægt að skrá sig

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta