Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Heilsuapp Norðurlandanna 2024

Heilsuapp Norðurlandanna 2024 - myndNordic Innovation

Nordic Innovation, stofnun sem heyrir undir norrænu ráðherranefndina, hefur opnað fyrir umsóknir í samkeppni um Heilsuapp Norðurlandanna 2024. 

Samkeppnin er ætluð norrænum fyrirtækjum sem hafa þróað snjallforrit (e. app) eða stafræna vöru sem býður upp á lausnir sem snúa að umönnun, heimahlynningu eða annarri klínískri þjónustu. Um er að ræða tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki til að koma lausnum sínum á framfæri og er þátttaka fyrirtækjum að kostnaðarlausu. 

Nánari upplýsingar um Heilsuapp Norðurlandanna er að finna á heimasíðu Nordic Innovation.

Umsóknarfrestur er til 29. febrúar. Umsóknareyðublað má nálgast með því að smella hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta