Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2024 Utanríkisráðuneytið

Mikill árangur af verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó

Ber­sýni­leg­ur ár­ang­ur hef­ur náðst í ís­lensku verk­efni á vegum SOS Barnaþorpanna á Íslandi gegn kyn­ferð­is­legri mis­notk­un á börn­um í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, skil­að fjölg­un á slík­um mál­um á borði lög­reglu og eflt fræðslu til kenn­ara, nem­enda og al­menn­ings.

Árið 2019 gerðu SOS Barna­þorp­in á Ís­landi samn­ing við utanríkisráðu­neyt­ið um fjár­mögn­un þró­un­ar­verk­efn­is í Ogou-hér­aði í Tógó. Verk­efn­ið var fram­lengt út árið 2025 og mið­ar að því að styðja barna­fjöl­skyld­ur og sam­fé­lag­ið í for­vörn­um gegn kyn­ferð­is­legri misneyt­ingu á börn­um, einkum stúlk­um. Verk­efn­ið fel­ur í sér fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir, stuðn­ing og umönn­un barna og stúlkna sem hafa orð­ið fyr­ir slíku of­beldi með áherslu á að halda ung­um stúlk­um í skóla.

Kyn­ferð­is­leg mis­notk­un á barn­ung­um stúlk­um er mik­ill vá­gest­ur sem herj­að hef­ur í árarað­ir á Ogou hér­að. Sam­fé­lags­leg gildi gera það að verk­um að kyn­ferð­is­leg misneyt­ing á börn­um, barnagift­ing­ar stúlkna og brott­fall ung­lings­stúlkna úr grunn­skól­um vegna þung­un­ar eru að­kallandi vanda­mál á svæð­inu.

„Það er oft brugð­ist við þess­um mál­um með of mik­illi mildi. Flest­ar kær­ur falla nið­ur af þeirri ein­földu ástæðu að for­eldr­arn­ir vilja ekki fylgja kær­unni eft­ir. Afr­íku­bú­ar eru fé­lags­lynd­ir og ná­grann­arn­ir eru þeim mik­il­væg­ir. Þannig að þeg­ar ná­granni ger­ist brot­leg­ur er svo erfitt að kæra hann, fara í gegn­um ferl­ið og koma lög­um yfir hann. Þetta er okk­ar helsta áskor­un við að fást við vanda­mál­ið,“ seg­ir starfs­mað­ur barna­vernd­ar í Ogou hér­aði.

Í frétt frá SOS segir að mik­ill og góð­ur ár­ang­ur hafi náðst í þessu verk­efni sem nær til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota. 208 þeirra voru við það að hætta í skóla en héldu þess í stað áfram og 30 fóru í starfs­nám. Fræðsla hef­ur líka náð til 175 kenn­ara í öll­um tíu skól­um svæð­is­ins og 16.587 barna og ung­menna í sam­fé­lag­inu. „Með­al al­menn­ings hef­ur verk­efn­ið náð til yfir 40 þús­und manns. Ár­ang­ur­inn er ber­sýni­leg­ur,“ segir þar.

Í meðfylgjandi heimildamynd er rætt við Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta