Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samantekt frá þriðja fundi Jafnréttisráðs - samráðsvettvangs um jafnréttismál

Samantekt frá þriðja fundi Jafnréttisráðs – samráðsvettvangs um jafnréttismál hefur verið birt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði til þriðja fundar samráðsvettvangsins þann 6. desember 2023 en þema fundarins var hatursorðræða.

Fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti samkvæmt lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna var boðið til fundarins. Þáttur fræðslu og vitundarvakningar í tengslum við baráttu gegn hatursorðræðu var sérstaklega ræddur sem og mikilvægi þess að taka ávallt tillit til tjáningar- og skoðanafrelsis í samhengi við hatursorðræðu.

Niðurstöður umræðna voru hafðar til hliðsjónar við gerð vitundarvakningar Jafnréttisstofu Orðin okkar sem var hleypt af stokkunum í janúar 2024 til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna. Herferðin er liður í að stuðla að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjast gegn hatursorðræðu og rótum hennar, s.s. fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Niðurstöður umræðna verða jafnframt nýttar til frekari stefnumótunar í málaflokknum.

Samantekt frá þriðja fundi Jafnréttisráðs – samráðsvettvangs um jafnréttismál

Um Jafnréttisráð - samráðsvettvang um jafnréttismál

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta