Hoppa yfir valmynd
7. mars 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Formleg opnun heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands - myndLjósmynd: Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn sl. mánudag. Willum Þór, heilbrigðisráðherra flutti ávarp í tilefni af þessum tímamótum sem og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilsugæslustöðin er í um 1800 fermetra húsnæði sem er sérhannað fyrir heilsugæsluþjónustu. Stöðin mun umbylta allri aðstöðu fyrir bæði starfsfólk og íbúa og er lyftistöng fyrir heilsugæsluþjónustu á þjónustusvæði hennar.

„Þetta eru langþráð og afar ánægjuleg tímamót fyrir íbúa þjónustusvæðisins og starfsfólk heilsugæslunnar á Akureyri“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Heilsugæslustöðin í Sunnuhlíð leysir af hólmi eldra húsnæði í Hafnarstræti sem hýst hefur þjónustuna undanfarna fjóra áratugi. Opnun hennar er liður aðgerðum stjórnvalda að efla heilsugæsluþjónustu á svæðinu til framtíðar.

Í kjölfar þarfagreiningar fyrir heilsugæsluþjónustu á Akureyri og nærsveitarfélögum frá árinu 2020 var ákveðið að þar yrðu tvær heilsugæslustöðvar. Stefnt er að opnun annarrar heilsugæslustöðvar í suðurhluta bæjarins og fékk ríkið úthlutað lóð við Þingvallastræti 23 í því skyni. Framkvæmdasýslunni (FSRE) var falin umsjón með byggingu hennar. Tvö forvöl að alútboði vegna hönnunar og byggingar hafa farið fram en ekki skilað árangri og er því verið að skoða næstu skref í samvinnu við hagaðila. Fyrirhuguð framkvæmd er að fullu fjármögnuð.

Til viðbótar við nýja heilsugæslustöð á Akureyri er ný 9.200 fm2 viðbygging og legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri í útboðsferli og þá er nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili í bænum fjármagnað á framkvæmdaáætlun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta