Hoppa yfir valmynd
11. mars 2024 Matvælaráðuneytið

Mat á kolefnisspori matvælaframleiðslu á Íslandi

Mat á kolefnisspori matvælaframleiðslu á Íslandi

Í þessu verkefni var gerð tilraun til að reikna kolefnisspor helstu greina matvælaframleiðslu á Íslandi frá vöggu að dreifingarstöð. Ekki reyndist þó unnt að fullreikna kolefnisspor matvæla vegna skorts á ýmsum gögnum, en líta má á þessa útreikninga sem fyrsta skref við mat á kolefnissporinu. Ljóst er að til þess að fá fyllilega marktækar og samanburðarhæfar niðurstöður um kolefnisspor helstu greina matvælaframleiðslu hérlendis þarf að leggjast í mun ítarlegri gagnaöflun og greiningar en unnt var að ráðast í innan ramma þessa verkefnis, þar á meðal varðandi losun vegna landnotkunar og uppskiptingu losunar á framleiðsluþætti og framleiðsluvörur. Í því samhengi er mælt með að reikna kolefnisspor frá nægjanlegum fjölda framleiðenda í góðu samstarfi við viðkomandi grein, frekar en að reikna sporið út frá tölum á landsvísu eins og hér er gert. Matvælaframleiðsla getur verið mjög breytileg eftir framleiðendum, jafnvel innan sömu greinar. Þess vegna er einfaldara að reikna kolefnisspor hjá einstökum framleiðendum en fyrir framleiðslugreinar í heild, m.a. vegna þess að þar er hægt að afla réttari gagna um framleiðsluna, raunverulega notkun ýmissa aðfanga og um meðhöndlun úrgangs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta