Hoppa yfir valmynd
15. mars 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Amanda Riffo myndlistarmaður ársins

Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu. - mynd

Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í sjöunda skipti í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Iðnó. Myndlistarráð stendur fyrir verðlaunaafhendingunni en ráðið hefur það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.

Menningar- og viðskiptaráðherra afhenti Amöndu Riffo verðlaun í flokknum Myndlistarmaður ársins. Amanda er frönsk-chilesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Hún hlaut verðlaunin fyrir sýninguna House of Purkinje sem sýnd er í Nýlistasafninu. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs hlaut Hreinn Friðfinnsson sem féll frá fyrr í mánuðinum. Minning hans var heiðruð við verðlaunaafhendinguna og flutti Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, erindi um verk hans og ævistarf.

Í heildina voru afhent fern verðlaun og tvær viðurkenningar:

Myndlistarmaður ársins – Amanda Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu.

Hvatningaverðlaun – Brák Jónsdóttir fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík.

Heiðurviðurkenning – Hreinn Friðfinnsson fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.

Áhugaverðasta endurlitið – Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, í sýningarstjórn Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur.

Samsýning ársins – Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi, í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews.

Viðurkenning á útgefnu efni sem tengist myndlist – Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir eftir Ágústu Oddsdóttur, í ritstjórn Abigail Ley.

Verðlaunahafar í Iðnó í gær.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta