Ísland styður þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna
Ísland hefur tekið að sér þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna sem fá verklega þjálfun við Ísland í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, meðal annars leit og björgun.
„Þetta verkefni er gott dæmi um hvað Ísland getur lagt af mörkum til að styðja við Úkraínu og byggir á okkar sérþekkingu og reynslu við krefjandi aðstæður á Norður-Atlantshafi,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Verkefnið er hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins og sér Landhelgisgæsla Íslands um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Þjálfunin fer að stærstum hluta fara fram um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar þar sem smærri hópar fá nokkurra vikna þjálfun. Fyrsti hópurinn lauk tveggja vikna þjálfun hjá Landhelgisgæslunni í síðustu viku.