Málstofa um framtíð rammaáætlunar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið boðar til málstofu um framtíð rammaáætlunar. Málstofan er haldin í Lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 19. mars kl 9:00, en einnig er hægt að fylgjast með í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.
Málþingið markar upphaf vinnu starfshóps, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að endurskoða verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, til að tryggja megi ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi.