Hoppa yfir valmynd
18. mars 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opinn fundur um virðismat starfa í þágu launajafnréttis

Forsætisráðuneytið býður til opins fundar þar sem rætt verður um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 9-11 á Hótel Natura og verður jafnframt í beinu streymi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja ávarp á fundinum og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kynna skýrslu aðgerðahópsins. Einnig mun Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu, kynna virðismatskerfi í þágu launajafnréttis.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari mun svo stýra pallborðsumræðum þar sem þátttakendur eru Halldóra Sveinsdóttir, ASÍ, Helga Björg Ragnarsdóttir, Jafnlaunastofu, Jökull Heiðdal Úlfsson, skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fundarstjóri er Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

 

Streymi frá fundinum

Virðismat starfa – skýrsla aðgerðahóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis – unnið fyrir aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta