Kvikmyndaráðstefna í Hörpu - OLSBERG SKÝRSLAN
Á föstudaginn stóðu menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa og Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir Kvikmyndaráðstefnu í Hörpu undir yfirskriftinni Aukum verðmætasköpun í Kvikmyndagerð á Íslandi til framtíðar.
Ráðstefnan var ákaflega vel sótt en aðalerindi ráðstefnunnar snéri að niðurstöðum úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu.
Hér að neðan má finna skýrsluna á ensku en unnið er að þýðingu á skýrslunni.
Economic Impact Study of Iceland's Production Incentive - Final Report.pdf
Upptaka frá streyminu
15:00 – Opnunarávarp
15:05 - Hvernig hefur bransinn breyst? Frá 0 upp í 100!
Sigurjón Sighvatsson, formaður Kvikmyndaráðs
15:15 – Niðurstöður Olsberg-SPI: Hver er hinn raunverulegur ávinningur?
Fulltrúi Olsberg kynnir niðurstöður úttektar á efnahagslegum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi
15:25 – Skapandi Ísland í sókn
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra
15:35 – Stafræn myndvinnsla - Virðisaukning á heimsmælikvarða
Ingólfur Guðmundsson, brellumeistari hjá RVX Reykjavík
ATH Þetta innslag verður ekki aðgengilegt á netinu sökum höfundarréttar á myndefni.
15:40 – KMÍ: Framtíðarsýn og hlutverk í breyttu landslagi
Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
15:50– 16:10 Kaffihlé
16:15 – Græn kvikmyndagerð - Hvar stendur Ísland?
Anna María Karlsdóttir, verkefnastjóri KMÍ
16:20 – 1 + 1 = 3
Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
16:30 – Efnahagslegur ávinningur til lengri tíma á Húsavík - Flugeldur eða framtíð?
Örlygur Hnefill Örlygsson, kvikmyndagerðarmaður
16:40 – Pallborðsumræður
Þátttakendur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Jonathan Olsberg stjórnandi Olsberg SPI, Heather Millard, framleiðandi og grænstjóri,
Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri og Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri
17:00 - Ráðstefnulok - léttar veitingar