Menningarborg Evrópu 2030 – opið fyrir umsóknir
Verkefnið Menningarborg Evrópu hefur tvö markmið:
- Að standa vörð um og efla fjölbreytileika menningarheima í Evrópu og varpa ljósi á sameiginleg einkenni sem menningarheimar deila ásamt því að auka tilfinningu borgaranna fyrir því að tilheyra sameiginlegu menningarsvæði.
- Að stuðla að framlagi menningar til langtímaþróunar borga/bæja í samræmi við stefnu og forgangsröðun hvers og eins.
Árið 2030 munu 3 borgir bera titilinn menningarborg Evrópu: ein á Kýpur, ein í Belgíu og ein í EFTA/EES landi eða í umsóknarríki/hugsanlegum umsækjendum um aðild að ESB.
Sigurvegarar Menningarborgar Evrópu eiga möguleika á að hljóta Melina Mercouri verðlaunin, að upphæð 1,5 m. EUR.
Culture, Creativity and Sport" Directorate within the Directorate-General for Education, Youth, Sport and Culture of the European Commission hefur umsjón með valferlinu fyrir umsóknir frá Íslandi.
Umsækjendur skulu tilkynna skriflega um áform sín um að leggja fram umsókn
a.m.k. mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út, þ.e.a.s. 16. september 2024, með því að
senda tölvupóst á [email protected].
Umsækjendum verður tilkynnt um móttöku umsóknar þeirra innan 15 virkra daga. Með því að senda inn umsókn samþykkja umsækjendur að umsókn þeirra, bæði við forval og lokaval, verði gerð opinber á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:
https://ec.europa.eu/culture/policies/culture-cities-and-regions/european-capitals-culture
Senda þarf tuttugu pappírseintök og eitt pdf eintak af umsókninni á ensku á eftirfarandi póstfang og netfang eigi síðar en 16. október 2024 (pappírseintökin í ábyrgðarpósti: dagsetning póststimpils gildir sem sönnun um póstlagningu):
European Commission
DG EAC
Directorate Culture, Creativity and Sport
Creative Europe Programme – Unit D2
J 70 2/015
1049 Brussels, Belgium
E-mail: [email protected]
Nánari upplýsingar um menningarborg Evrópu og umsóknargögn má nálgast á eftirfarandi vefsíðum:
culture.ec.europa.eu/sites/default/files/2023-11/call-european-capitals-of-culture-2030-in-non-eu-countries-EAC-P01-2023.pdf
https://culture.ec.europa.eu/policies/culture-in-cities-and-regions/european-capitals-of-culture
https://culture.ec.europa.eu/sites/default/files/capitals-culture-candidates-guide_en_vdec17.pdf
Here’s why Bodo is the 2024 European Capital of Culture | Adventure.com
European Capitals of Culture in 5 questions