Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Opinn fundur um þátttöku íslenskra aðila í tilraunaverkefni um stafrænt auðkennaveski

Þann 16. apríl verður haldinn opinn fundur um þátttöku íslenskra aðila í tilraunaverkefni (e. pilot) um EU Digital Identity Wallet, eða stafrænt auðkennaveski.

Ísland er eitt sex landa sem hefur í tæpt ár verið aðili að tilraunaverkefni um stafrænt auðkennaveski Evrópusambandsins (EU Digital Identity Wallet). Verkefnið er eitt fjögurra slíkra tilraunaverkefna í Evrópu sem eru í gangi fram á mitt ár 2025. Hvert verkefnanna byggir á tilteknum notendatilfellum og snýr verkefni Íslands að greiðslum og greiðslumiðlun.

Íslensku þátttakendurnir eru Greiðsluveitan, Auðkenni, Landsbankinn, Stafrænt Ísland, Reiknistofa bankanna og Hagar. Auk Íslands taka Danmörk, Noregur, Lettland, Ítalía og Þýskaland þátt í verkefninu. Í heildina eru um 30 aðilar í löndunum sex sem eiga hlut að máli í þessu umfangsmikla verkefni.

Fundurinn verður haldinn í húsi Landsbankans, Reykjastræti 6 kl. 09:00. Húsið opnar klukkan 8:30 og verða léttar veitingar í boði.

Skráning á fundinn

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta