Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2024 Forsætisráðuneytið

Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands biðst lausnar úr embætti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar mun láta af embætti í lok júní á þessu ári. 

Forsætisráðherra skipaði Gunnar, á grundvelli niðurstöðu lögbundinnar hæfnisnefndar og að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra, í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára frá og með 1. mars 2020.

Staða varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika verður auglýst laus til umsóknar á næstunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta