Forsætisráðuneytið gefur út handbók um siðareglur ráðherra
Ríkisstjórnin samþykkti þann 5. desember 2023 siðareglur ráðherra, nr. 1346/2023, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Þær voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. desember sama ár. Siðareglur ráðherra veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim er ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni.
Handbók um siðareglur ráðherra.