Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Jón Viðar Pálmason skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála

Jón Viðar Pálmason - mynd
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Jón Viðar Pálmason til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu opinberra fjármála.

Jón Viðar lauk MPA námi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2018, M.Sc. gráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009 og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 en var áður deildarstjóri áætlanagerðar og greiningar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Embættið var auglýst laust til umsóknar í desember sl. og sóttu 11 um.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta