Jón Viðar Pálmason skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála
Jón Viðar lauk MPA námi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2018, M.Sc. gráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009 og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 en var áður deildarstjóri áætlanagerðar og greiningar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Embættið var auglýst laust til umsóknar í desember sl. og sóttu 11 um.