Ríkisráðsfundir á Bessastöðum
Ríkisráð Íslands mun koma saman til tveggja funda í dag, þriðjudaginn 9. apríl. Fyrri fundurinn hefst kl. 19 en þar verða tillögur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs bornar undir forseta Íslands til endurstaðfestingar, þ. á m. tillaga Katrínar Jakobsdóttur, dags. 7. apríl sl., um að veita ráðuneyti hennar lausn frá störfum. Á síðari fundinum mun forseti Íslands skipa nýtt ráðuneyti, annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.