Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir félagasamtök um 80 milljónir til verkefna á sviði heilbrigðismála

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur veitt 80 milljónir króna í styrki til félagasamtaka sem vinna að mikilvægum verkefnum á sviði heilbrigðismála í þágu tiltekinna hópa. Alls voru veittir styrkir til 29 verkefna og námu styrkfjárhæðir á bilinu 800.000 kr. til 6000.000 kr. Hæstu styrkina hlutu Hjartaheill, Rótin, Gigtarfélag Íslands, Alzheimersamtökin og SÍBS.

Styrkir sem þessir eru veittir árlega af safnliðum fjárlaga, til verkefna á vegum frjálsra félagasamtaka sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Mörg verkefnanna lúta að því að útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi, standa vörð um hagsmuni félagsmanna eða bjóða félagsmönnum upp á ýmis konar stuðning og ráðgjöf. 

Áhersla á verkefni tengd langvinnum sjúkdómum

Heilbrigðisráðherra lagði að þessu sinni áherslu á að styrkja verkefni í þágu fólks með langvinna sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, sjúkdóma í stoð- og taugakerfi o.fl. Veittir voru styrkir m.a. til verkefna sem fela í sér stuðning við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra, ráðgjöf og stuðning fyrir sjúklinga með endómetríósu, verkefni tengd stuðningi við aðstandendur eftir ástvinamissi af völdum fíknisjúkdóma eða sjálfsvígs og þjónustu og ráðgjöf fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma svo dæmi séu talin. Meðfylgjandi er yfirlit yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta