Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumálin rædd í hringferð ráðherra um landið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun á næstu vikum halda opna fundi víðs vegar um land þar sem fjallað verður um orkumál og verkefnin framundan. Sú breyting hefur orðið á fundarskipulagi að fyrsti fundurinn verður haldinn á Patreksfirði, sunnudaginn 21. apríl og annar fundur verður á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl.

Samkvæmt nýbirtri orkuspá Orkustofnunar 2030-2050 er gert ráð fyrir að næstu ár eigi eftir að verða krefjandi í raforkukerfinu og að nýtt framboð raforku mæti ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027.

Á fundunum mun ráðherra fjalla um stöðuna í orkumálum og þann árangur sem náðst hefur, enda hefur margt áunnist á síðustu tveimur árum. Einnig verður fjallað um áskoranir næstu ára, viðbragðsaðgerðir stjórnvalda í orkumálum fyrir næstu mánuði og ár, sem og þau mörgu stóru mál sem eru á döfinni næstu misseri.

Fyrsti fundurinn verður haldinn sunnudaginn 21. apríl kl. 12.30 í Skjaldborgarbíói á  Patreksfirði.

Annar fundurinn verður síðan haldinn mánudaginn 22. apríl kl. 17.15 á Berjaya hótelinu  Egilsstöðum.

Fundirnir eru opnir fyrir öll og að loknu erindi ráðherra verða umræður um málið.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta