Fjárfestingastuðningur í kornrækt árið 2024
Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í kornrækt.
Stuðningur er veittur til fjárfestinga í kornþurrkunarstöðvum vegna nýframkvæmda, stækkunar og endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri. Einnig fyrir sérhæfðar korngeymslur og sérhæfð flutningatæki fyrir korn.
Með umsókn þarf að fylgja:
- Viðskiptaáætlun sem lýsir fyrirhugaðri starfsemi, staðsetningu hennar og umfangi. Fram komi upplýsingar um orkugjafa við starfsemina, afkastagetu og umfang kornræktar á starfssvæðinu. Einnig skal gera grein fyrir rekstrarfyrirkomulagi starfseminnar, s.s. hvort umsækjandi er eingöngu þjónustuaðili við kornþurrkun eða afurðastöð sem stundar sölustarfsemi eða viðskipti með korn.
- Sundurliðuð kostnaðar- og framkvæmdaáætlun með tímasettri verkáætlun, unnin af fagaðila s.s. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verkfræðistofu eða öðrum sambærilegum aðila.
- Samþykktar teikningar og byggingaleyfi ef um nýframkvæmdir er að ræða.
Sækja má um á Afurð fram að miðnætti 25. apríl nk. Umsækjendur geta verið einstaklingar eða félög sem stunda kornrækt eða söfnun, þurrkun og geymslu korns. Félög án búsnúmers eru beðin um að senda tölvupóst á [email protected] þar sem fram kemur staðsetning fjárfestingar og starfsemi auk kennitölu umsækjanda.
Nánari upplýsingar um forgangsröðun, afgreiðslu og mat á umsóknum má nálgast í reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt nr. 350/2024.