Íslensk málnefnd skipuð út árið 2027
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað að nýju í íslenska málnefnd út árið 2027. Íslensk málnefnd var stofnuð 1964 og starfar nú samkvæmt 6. grein laga nr. 61/2011, um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Formaður nefndarinnar er Ármann Jakobsson og varaformaður Eva María Jónsdóttir en þau eru skipuð af ráðherra án tilnefningar. Að öðru leyti er nefndin þannig skipuð:
Anna Sigríður Þráinsdóttir, tilnefnd af Ríkisútvarpinu. Stefán Eiríksson til vara.
Arnhildur Arnaldsdóttir, tilnefnd af Staðlaráði Íslands.
Guðrún C. Emilsdóttir, tilnefnd af Bandalagi þýðenda og túlka. Katrín Harðardóttir til vara.
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, tilnefndur af Hagþenki. Sigríður Ólafsdóttir til vara.
Kristín Ólafsdóttir, tilnefnd af Blaðamannafélagi Íslands. Þorsteinn Ásgrímsson Melén til vara.
Luciano Dutra, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðherra, þeim ráðherra sem fer með málefni innflytjenda.
Marta Guðjónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Grétar Sveinn Theodórsson til vara.
Matthías Tryggvi Haraldsson, tilnefndur af Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir til vara.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. Kristín Margrét Jóhannsdóttir til vara.
Ragnar Jónasson, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands. Margrét Tryggvadóttir til vara.
Sigrún Steingrímsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskukennara sem áður hét Samtök móðurmálskennara.
Sveinn Yngvi Egilsson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. Sigríður Sigurjónsdóttir til vara.
Torfi Þórhallsson, tilnefndur af Íðorðafélaginu. Dagný Heiðdal til vara.
Þórður Sævar Jónsson, tilnefndur af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða. Anna Kristín Hannesdóttir til vara.
Jafnframt hefur ný stjórn tekið til starfa en hana skipa formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar auk þriggja manna sem nefndin kýs úr sínum hópi á fyrsta fundi sínum, auk varamanna.
Stjórn Íslenskrar málnefndar 2024¬-2027 er þannig skipuð:
Ármann Jakobsson formaður, Eva María Jónsdóttir varaformaður, Anna Sigríður Þráinsdóttir, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson og Luciano Dutra.
Kjörnir varamenn í stjórn eru: Guðrún C. Emilsdóttir, Þórður Sævar Jónsson og Marta Guðjónsdóttir.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar starfsemi sem málnefndin hefur með höndum. Tengiliður stofnunarinnar við nefndina er Ágústa Þorbergsdóttir deildarstjóri. Vefsíða nefndarinnar er: islenskan.is