Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur látið af störfum sem efnahagsráðgjafi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Jón Þ. Sigurgeirsson - mynd
Jón Þ. Sigurgeirsson hefur látið af störfum sem efnahagsráðgjafi Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Jón hefur síðustu misseri sinnt menningarmálum í auknum mæli innan ráðuneytisins og mun áfram sinna verkefnum á sviði tónlistar og menningar auk framkvæmdaverkefna á vegum ráðuneytisins.

Jón hóf störf í menningar- og viðskiptaráðuneyti í mars 2022. Meðal helstu verkefna hans var að veita ráðherra ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða. Hann hefur nú sagt sig frá þeim störfum og tekur í dag við sem formaður bankaráðs Landsbankans.

Jón starfaði um árabil í Seðlabanka Íslands, meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs (2001-2006) og síðar framkvæmdarstjóri skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta (2008-2019). Hann starfaði jafnframt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington, sem fulltrúi Norður- og Eystrasaltslanda í stjórn sjóðsins um nær átta ára skeið, þar til í janúar sl. Jón var stjórnarmaður í grísku bankasýslunni í fimm ár þegar unnið var að endurreisn gríska bankakerfisins og hann sat um skeið í stjórn Fjármálaeftirlitsins eftir fall íslensku bankanna. Jón var einnig stjórnarformaður eignasafns Seðlabanka Íslands og sat í framkvæmdanefnd um afnám gjaldeyrishafta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta