Ný örnefnanefnd skipuð
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja örnefnanefnd skv. 4. gr. laga um um örnefni, nr. 22/2015. Um hlutverk nefndarinnar er fjallað í framangreindum lögum og í reglugerð um störf örnefnanefndar, nr. 1040/2017. Um hlutverk og markmið örnefnanefndar segir í 2. gr. reglugerðarinnar: „Örnefnanefnd skal í störfum sínum miða að varðveislu íslensks menningararfs. Nefndin skal m.a. stuðla að verndun örnefna og nafngiftahefða og tryggja að ný örnefni séu í samræmi við íslenska málfræði og íslenska málvenju og að þau séu í samræmi við staðhætti og örnefnahefð á viðkomandi svæði. Þá skal örnefnanefnd gæta þess að samræmis sé gætt í stjórnsýslu við skráningu örnefna þannig að ferli nafngifta sé opið, gagnsætt og skilvirkt.“ Skipunartímabil örnefnanefndar er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Örnefnanefnd er þannig skipuð:
Einar Sveinbjörnsson formaður, skipaður án tilnefningar.
Aðalsteinn Hákonarson, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Varamaður er Emily Lethbridge.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir, tilnefnd af Íslenskri málnefnd. Varamaður er
Arnbjörn Jóhannesson.
Tryggvi Már Ingvarsson, tilnefndur af innviðaráðherra. Varamaður er Stefanía
Traustadóttir.
Bjarney Guðbjörnsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í
umboði innviðaráðherra. Varamaður er Þórey D. Þórðardóttir.
Varaformaður örnefnanefndar er skipaður úr hópi nefndarmanna skv. 4. gr. laganna.
Fyrsti fundur nýrrar örnefnanefndar verður haldinn 6. maí næstkomandi.
Skipunartímabil er frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.