Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynning á skýrslu um aðra orkukosti

Starfshópur, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði á síðasta ári til kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar hefur skilað tillögum sínum til ráðherra. Tillögur hópsins verða kynntar þriðjudaginn 30. apríl kl. 11 og hægt verður að fylgjast með í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Verkefni starfshópsins var að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040.

Var starfshópnum falið að skoða sérstaklega nýja orkukosti á borð við sólarorku og sjávarorku, en einnig hvaða möguleikar felist í frekari nýtingu smávirkjana fyrir vatnsafl.  

Skýrsla starfshópsins hefur að geyma um 50 tillögur sem m.a. snúa að sólarorku, sjávarorku, smávirkjunum fyrir vatnsafl, varmadæluvæðingu á smærri og stærri skala, bættri orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun.

Starfshópinn skipuðu þau:

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, formaður,

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, MSc. í sjálfbærum orkuvísindum

Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta