Hoppa yfir valmynd
2. maí 2024 Matvælaráðuneytið

Bjarkey heimsótti Seafood Expo Global í Barcelona

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, ræðir við fulltrúa íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Barcelona. - mynd

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heimsótti nýverið Seafood Expo Global í Barcelona. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og setti nýtt aðsóknarmet í ár, rúmlega 35.000 gestir mættu ásamt sýnendum frá 87 löndum, þar af voru um 1.000 þátttakendur frá íslenskum fyrirtækjum.

Á sýningunni hitti ráðherra hitti m.a. fulltrúa íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í sýningunni sem í heildina voru um 30 talsins. Fyrirtækin voru ýmist með sína eigin bása eða með fulltrúa á þjóðarbás Íslandsstofu.

Höfuðstöðvar og fiskvinnsla Iceland Seafood Spain í Barcelona voru einnig heimsótt af ráðherra ásamt starfsfólki Íslandsstofu og ræðismanni Íslands í Barcelona. Hinn sögufrægi matarmarkaður, Mercat del Ninot í Eixamble hverfinu í Barcelona, var jafnframt skoðaður. Á markaðnum má finna þrjár verslanir sem selja eingöngu íslenskan saltfisk og mátti þar sjá hvernig íslensk vara birtist spænskum neytendum. Tíu veitingastaðir sem selja íslenskan saltfisk í Barcelona og nágrenni tóku einnig þátt í kynningarsamstarfi með Íslandsstofu í kringum sýninguna og var einn þeirra heimsóttur af ráðherra, ræðismanni Íslands og fylgdarliði.

„Sýning á borð við þessa leiðir vel í ljós hversu gróskumikill og fjölbreyttur íslenskur sjávarútvegur er, sagði matvælaráðherra. Íslensk fyrirtæki og þeirra afurðir skipa stóran sess á sýningunni, það ber vitni um þá miklu nýsköpun og það öfluga markaðsstarf sem á sér stað innan greinarinnar.“

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta