Hoppa yfir valmynd
7. maí 2024 Matvælaráðuneytið

Aflaregla sumargotssíldar uppfærð

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur uppfært aflareglu fyrir sumargotssíld.

Veiðihlutfall sumargotssíldar verður nú 19% en var áður 15%. Ákvörðunin er tekin Í kjölfar samráðs við hagsmunaaðila og endurskoðunar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Aflareglan gildir næstu fimm fiskveiðiár.

Stjórnvöld settu fyrst aflareglu fyrir íslenska sumargotssíld fiskveiðiárið 2017/2018 en á þeim tíma var sníkjudýrasýking í stofninum sem olli miklum afföllum. Aflareglan var sett til fimm ára líkt og tíðkast hefur með aflareglur stjórnvalda í öðrum tegundum eins og þorski og ýsu. Þrátt fyrir að sýking sé viðvarandi í stofninum eru afföll af völdum hennar nú talin mun minni en þau voru þegar aflareglan var sett.

Aflareglur marka nýtingastefnu stjórnvalda, eru rýndar af ICES og eiga að standast ítrustu varúðarsjónarmið alþjóðasamninga um fiskveiðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta