Hoppa yfir valmynd
7. maí 2024 Heilbrigðisráðuneytið

Vinnustofa um beitingu atferlisvísinda til að efla lýðheilsu

Frá vinnustofu um beitingu atferlisvísinda til að efla lýðheilsu - mynd

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, hélt vinnustofu á dögunum um hvernig efla megi lýðheilsu með aðferðum atferlisvísinda og betri innsýn í menningarleg gildi innan samfélaga (e. behavioral and cultural insights).

Sérfræðingar Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fluttu fróðleg erindi og leiddu hagnýtar æfingar á vinnustofunni sem sótt var af liðlega 30 stjórnendum og sérfræðingum víðsvegar úr heilbrigðisþjónustunni, háskólasamfélaginu, frá embætti landslæknis og úr stjórnsýslunni.

Margar áskoranir varðandi almenna lýðheilsu hverfast um samspil hegðunar okkar og menningarlegra gilda í nærumhverfi okkar, s.s. hvað varðar notkun tóbaks og vímugjafa, mataræði, jafnvægi hreyfingar og kyrrsetu, meðferðarheldni og lyfjanotkun. Með beitingu hegðunarvísinda er unnið að því að efla notkun gagnreyndra lausna sem byggja á þekkingu á áhrifaþáttum hegðunar einstaklinga og hópa í menningarlegu samhengi. Mikilvægt er að sérsníða áherslur og aðgerðir í heilsueflingu og forvörnum sem beint er að mismunandi hópum í samfélagi okkar til þess að stuðla að jöfnu aðgengi að árangursríkri þjónustu.

Á vinnustofunni fengu þátttakendur kynningu á fræðilegum ramma og hagnýtum leiðum varðandi áherslur, hönnun og eftirfylgni áætlana á sviði lýðheilsu.

Tengt efni

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta