Hoppa yfir valmynd
10. maí 2024 Utanríkisráðuneytið

Samstarf Íslands og Indlands á sviði orku- og loftslagsmála

Hópurinn fundaði í Reykjavík í síðustu viku - mynd

Sameiginlegur starfshópur Íslands og Indlands á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsmála fundaði í Reykjavík í síðustu viku. Hópurinn var settur á laggirnar í kjölfar fundar forsætisráðherra ríkjanna í Kaupmannahöfn í maí 2022 með það að leiðarljósi að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði. Þetta var í annað sinn sem hópurinn hittist en fyrsti fundur hópsins var haldinn í Nýju Delí á síðasta ári.

Í upphafi var ákveðið að leggja áherslu á samstarf á sviði jarðhitanýtingar og í því samhengi hefur verið gerður samstarfssamningur milli ÍSOR, Verkís og indverska fyrirtækisins Techon Engineers við Indverska olíufyrirtækið ONGC og annan samstarfssamning við Oil India. Báðir samningarnir ganga út á að skoða tækifæri í jarðhita, og mögulega nýtingu borhola sem fyrirtækin eiga.

Esha Srivastava, skrifstofustjóri í olíuráðuneyti Indlands fór fyrir sendinefnd Indlands og leiðir starfshópinn fyrir þeirra hönd. Þá tóku fulltrúar ONGC og Oil India einnig þátt í fundinum. Benedikt Höskuldsson, sérstakur erindreki utanríkisráðuneytisins á sviði loftslagsmála, leiðir starfið fyrir hönd Íslands. 
ONGC mun hefja jarðboranir í sumar á svæði sem nefnist Puga og er í Ladkah héraði í Himmalaya og mun starfshópurinn taka þátt í verkefninu. Ráðgert er að bora tvær holur í sumar og nýta þær til orkuframleiðslu á næsta ári. Sömuleiðis ráðgerir Oil India að hefja rannsóknir á jarðhitanýtingu í Himiachal Pradesh héraðinu í vestur Himalay með þátttöku starfshópsins.

Auk jarðhitanýtingar hafa bæði olíufyrirtækin mikinn á kolefnisföngun og áttu samtöl við CarbFix og Carbon Recycling International á meðan heimsókninni til Íslands stóð.

Þá ber að nefna að íslenska fyrirtækið Geotropy er í samstarfi við indverska aðila í Kinnaur, Himachal Pradesh héraði, um nýtingu jarðhita til kælingar á eplum, en gert er ráð fyrir að setja upp kæligeymslur fyrir 1000 tonn af eplum síðar á þessu ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta