Hoppa yfir valmynd
10. maí 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkir auglýstir til hreinorku vörubifreiða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til hreinorku vörubifreiða sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum.

Þyngd þeirra vörubifreiða sem teljast styrkhæfar skal vera yfir 3,50 tonn og verða nýskráð í ökutækjaflokkum N2 eða N3. Ein milljón króna er greidd í styrk fyrir hvert tonn leyfðrar heildarþyngdar vörubifreiðar, eða allt að 15 milljónum króna á hverja vörubifreið. Styrkupphæð getur þó aldrei verið hærri en sem nemur 33% af heildarverði vörubifreiðar án virðisaukaskatts.

Við matsferli eru þær vörubifreiðar líklegastar til að fá styrk sem bæði koma í veg fyrir mestu losun gróðurhúsalofttegunda og þær sem samkvæmt umsókn verða nýskráðar á Íslandi innan 12 mánaða frá úthlutun Orkusjóðs á styrk. Styrkupphæð á hvern olíulítra sem hverfur úr notkun er einnig matsþáttur. 

„Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í loftslags- og orkumálum. Til að þau náist þurfum við að ná að ljúka grænum orkuskiptum í samgöngum og þar skipta styrkir Orkusjóðs til þungaflutninga miklu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Umsóknarfrestur er til 11. júní.

Orkusjóður fer með umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.

Nánari upplýsingar: 

www.orkusjodur.is

Staða og áskoranir í orkumálum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Orkustefna

 

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta