Óskar Jósefsson skipaður forstjóri FSRE
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Óskar Jósefsson, forstjóra FSRE.
Óskar hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, var m.a. framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála á árunum 2016-2021 og tímabundið forstjóri Allrahanda og settur forstjóri FSRE frá því í maí 2023. Þá hefur hann gengt stöðu forstjóra Landssíma Íslands hf., og Ístaks hf. auk þess að vera framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Kaupþings banka. Óskar stýrði einnig ráðgjafastarfsemi PwC um nokkura ára skeið auk þess að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi.
Óskar er verkfræðingur með M.Sc. gráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmörku.
20 stóttu um stöðuna en einn usækjandi dró umsókn sína til baka. Skipan Óskars í embættið hefur tekið gildi.
FSRE hefur umsjón með mótun og rekstri aðstöðu sem nýtist öllum íbúum landsins með einum eða öðrum hætti. Stofnunin annast fasteignir og jarðir ríkisins, öflum húsnæðis og stýrir framkvæmdum við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Markmið FSRE er að þjónusta ríkisins sé veitt við bestu aðstæður.