Sýslumenn hljóta Nýsköpunarverðlaun hins opinbera
Stafræn vegferð sýslumanna hefur staðið yfir í nokkur ár í góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið, haghafa og aðrar stofnanir. Stafrænar umbætur eru liður í eftirfylgni stefnu málaflokksins um bætta þjónustu, sem birtist í skýrslu sem dómsmálaráðuneytið gaf út í mars 2021 og ber heitið „Sýslumenn – framtíðarsýn; umbætur á þjónustu og rekstri. Fjölmargar nýjungar hafa litið dagsins ljós og margir handvirkir ferlar sem áður kölluðu á bílferðir og símtöl eru nú leystir með handhægum stafrænum hætti.
Árangur sýslumanna í stafrænni vegferð þykir að mati ráðuneytisins eftirtektarverður og vel til þess fallinn að styðja við markmið málaflokksins, sem birtast meðal annars í fjármálaáætlunum undanfarinna ára.