Ný gjaldskrá Matvælastofnunar tekur gildi
Við gerð gjaldskrárinnar var haft að leiðarljósi að ná auknu gegnsæi og skýrleika við gjaldtöku MAST. Gjaldskráin byggir á kostnaðargreiningu sem unnin var í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið KPMG auk þeirra kostnaðarþátta sem Matvælastofnun er heimilt að innheimta raunkostnað fyrir. Einnig var lögð áhersla á að hægt yrði að fylgjast reglubundið með kostnaði í síbreytilegu rekstrarumhverfi þar sem umfang þjónustuverkefna og áherslur í eftirliti breytast ört og tækniframfarir eru tíðar.
Til hagræðingar fyrir þjónustuþega stofnunarinnar hefur gjaldskráin verið talsvert einfölduð frá þeirri fyrri, gjaldliðum er fækkað úr sjötíu í tvo.
Gjaldskráin verður innleidd í þrepum og endurskoðuð árlega.