Auglýst eftir umsóknum um styrki til flugskóla
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta atvinnuflugmannsréttindanáms. Heildarúthlutun verður allt að 30 milljónum króna.
Flugskólar sem fá úthlutun skulu hafa viðurkenningu til bæði bóklegrar og verklegrar kennslu til atvinnuflugmannsréttinda samkvæmt reglugerð um áhöfn í almenningsflugi.
Umsækjandi skal hafa rekið flugskóla sem býður fulla kennslu til atvinnuflugmannsréttinda, bæði bóklega og verklega, á yfirstandandi skólaári. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um fjölda útskriftarnema í atvinnuflugmannsnámi á þessu ári, fjárhagsstöðu skólans og ársreikningur 2023.
Umsóknum og tilskyldum gögnum skal skilað til ráðuneytisins á netfangið [email protected] eigi síðar en 10. júní 2024. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Bolladóttir, ragnhildur.bolladottir hjá mrn.is.