Hoppa yfir valmynd
31. maí 2024 Matvælaráðuneytið

Opnað fyrir umsóknir um fyrirframgreiðslur jarðræktarstyrkja til kornræktar

Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um fyrirframgreiðslur jarðræktarstyrkja til kornræktar.

Kornræktendur sem stofna umsókn í Afurð fyrir 15. júní 2024, geta sótt um fyrirframgreiðslu vegna kornræktar sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks fyrra árs. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar og mun fyrirframgreiðslan koma til frádráttar jarðræktarstuðningi sem kemur til greiðslu í desember.

Stofnað er til umsóknar í Afurð vegna fyrirframgreiðslunnar og í umsókn skal skrá fjölda hektara sem sáð er í fyrir korni.

Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október 2024.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum