Hoppa yfir valmynd
4. júní 2024 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra gerir tillögu um skipun Skúla Magnússonar í embætti dómara við Hæstarétt Íslands

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 1. október 2024.

Skúli Magnússon lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1995 og meistaragráðu við lagadeild Oxford háskóla 1998. Þá öðlaðist hann réttindi sem héraðsdómslögmaður 1997. Að námi loknu starfaði Skúli meðal annars sem dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands þar til hann tók við stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og síðar stöðu dósents 2002. Í ársbyrjun 2004 var hann skipaður héraðsdómari og gegndi því starfi til 2007 er honum var veitt leyfi til að taka við starfi skrifstofustjóra EFTA-dómstólsins. Hann tók á ný við embætti héraðsdómara árið 2012 og árið 2021 var hann skipaður dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig verið settur dómari við Landsrétt um skeið og tekið sæti sem varadómari við Hæstarétt Íslands og verið varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur Skúli setið í nokkrum stjórnsýslunefndum og sinnt umfangsmiklum fræðistörfum á sviði lögfræði. Skúli var kjörinn umboðsmaður Alþingis frá og með 1. maí 2021 og hefur hann gegnt því embætti síðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta