Kynningarfundur: Staða drengja í menntakerfinu
Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið boða til kynningarfundar um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu fimmtudaginn 6. júní kl. 13:30–14:15 á Reykjavík Natura (Sal 1) að Nauthólsvegi 52 og í streymi.
Lakari frammistaða og aukið brottfall drengja úr námi hafa verið í umræðunni á undanförnum árum og þróunin neikvæð. Á fundinum verður kynnt viðamikil úttekt á stöðunni út frá nýjum og fyrirliggjandi gögnum þar sem rýnt er í áhrifaþætti og sóknarfæri.
Dagskrá:
13:30 Ávarp – Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
13:35 Staða drengja í menntakerfinu – Tryggvi Hjaltason, skýrsluhöfundur
14:00 Ávarp – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
14:05 Ný stofnun – hlutverk og framtíðarsýn – Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
14:10 Lokaorð
Úttektin er unnin að beiðni mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur staðið yfir síðustu 18 mánuði og byggja niðurstöðurnar á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir 100 aðila í menntakerfinu. Skýrsla um niðurstöðurnar með tillögum til úrbóta verður birt í kjölfar kynningarfundar.
Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig.