Hoppa yfir valmynd
7. júní 2024 Utanríkisráðuneytið

Föstudagspóstur 7. júní 2024

Heil og sæl,

Hér kemur yfirlit yfir störf sendiskrifstofa okkar um víða veröld yfir vikuna.

Utanríkisráðuneytið og Össur tilkynntu samstarf um að veita framlag til að fjármagna stoðtækjalausnir fyrir einstaklinga í umönnun á endurhæfingarspítalanum í Dnipro í Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar innsigluðu samninginn með handabandi.

 

Bandarísk flugsveit sem samanstendur af fjórum þotum og 120 liðsmönnum kom til Íslands í vikunni þegar loftrýmisgæsla NATO hófst.

  

Utanríkisráðherra minntist þess að 80 ár eru liðin frá D-Day:

Í vikunni fór fram tvíhliða samráð milli Íslands og Frakklands þar sem samvinna ríkjanna var rædd ásamt fleiru. Þetta bar síðan hæst í störfum sendiskrifstofa Íslands í vikunni.

 

Sendiráð Íslands í Berlín vakti athygli á heimsókn Tónlistarskóla Hafnarfjarðar til Berlínar en þau halda tónleika um helgina.

 

Í bæjarblaði í Helsinki mátti sjá viðtal við Harald Aspelund, sendiherra Íslands í Finnlandi, og eiginkonu hans um diplómatalífið í Finnlandi.

 

Regnbogafáninn prýðir nú Sendiráð Íslands í Helsinki í tilefni af Pride Month í júní.

 

Sendiráð Íslands í Lilongwe vakti athygli á störfum Brother2Brother sem héldu viðburð um kynjahlutverk og áhrif þeirra á samfélagið á ráðstefnu Afríkuríkja, African Population Conference, sem haldin var í Lilongwe í maí.

 

Á miðvikudag voru Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands gagnvart Bretlandi, og Jóhanna Jónsdóttir, sendiráðunautur, meðal gesta á minningarathöfn í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá innrás bandamanna í Normandy, nefndur D-Day, í síðari heimstyrjöld.

 

Sturla heimsótti einnig opnun sýningar Hafdísar Bennett í vikunni. Þar mátti meðal annars sjá málverk sem sýndu íslenska náttúru.

 

Í Nepal var mikið um að vera þar sem Vidushi Rana tók til starfa sem nýr kjörræðismaður í Khatmandu í Nepal. Í tilhefni var haldinn athöfn sem Guðni Bragason, sendiherra Íslands í Nýju Delí sótti, en hann opnaði einnig nýju ræðisskrifstofuna. Hér er hægt að sjá meira um Vidushi Rana og myndir frá athöfninni.

  

Íslenski djasstónlistarmaðurinn Benjamín Gísli heimsótti Íslenska sendiráðið í Osló og ræddi komandi samstarfstónleika Íslands og Noregs sem hann mun koma fram á, Jazzfest. Tónleikarnir verða haldnir í Osló í næstu viku.

 

Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands í Noregi, og Heba Líf Jónsdóttir viðskiptafulltrúi heimsóttu Eyrúnu Guðjónsdóttur hjá RENAS og ræddu tengsl Noregs og Íslands í sambandi við endurvinnslu, græn mál og hringrásarhagkerfi.

 

Í aðdraganda þjóðhátíðardags Íslendinga í júní mun sendiráð Íslands í Varsjá deila fróðleiksmolum um sögu Íslands, íslensk þjóðartákn og ýmislegt fleira tengt þjóðhátíðardeginum.

 

Fyrsti fróðleiksmolinn fjallaði um Þingvelli.

 

Starfsfólk íslenska sendiráðisins í Washington DC hlakkar til að taka þátt í gleðigöngu sem fer fram í Washington DC á laugardaginn. Í göngunni má finna sendiráð Norðurlandanna í Washington DC á sameiginlegum vagni.

 

Sendiráð Íslands í Winnipeg fagnaði 25 ára afmæli opnunar sendiráðisins, sem opnaði 4. júní 1999.

 

Fleira var það ekki að sinni.

Við óskum ykkur góðrar helgar.

Upplýsingadeild

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum