Hoppa yfir valmynd
13. júní 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópur vinnur frumvarp um afnám undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að semja lagafrumvarp og eftir atvikum reglugerðir sem miða að því að afnema undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna.

Starfshópurinn er skipaður í framhaldi af vinnu hóps sem fjármála- og efnahagsráðherra setti á fót um mitt síðasta ár til að fjalla um skattlagningu orkuvinnslu í stærra samhengi. Hópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í janúar sl. og voru megintillögur hans þær að afnema undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna eða, leggja á raforkuskatt á hverja selda kWst raforku, auk tillögu um að leggja á skatt sem stuðli að því að umframávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér til íslensks samfélags.

Starfshópurinn mun í vinnu sinni horfa til áðurnefndra tillagna hóps um skattlagningu orkuvinnslu sem varða afnám undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leiðir starfshópinn, en hann er skipaður fulltrúum úr innviðaráðuneytinu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Miðað er við að starfshópurinn skili drögum að frumvarpi og eftir atvikum reglugerð/um til ráðherra í október 2024.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum